Félög og stofnanir
Félög um einhverfu
Einhverfusamtökin
Hagsmunasamtök fólks á einhverfurófi. Auk hagsmunagæslu gefa samtökin út fræðsluefni og skipuleggja foreldrahópa og stuðningshópa fyrir einhverf ungmenni.
Einstakur apríl
Það erum við! Styrktarfélag barna með einhverfu, rekið af foreldrum barna á einhverfurófi. Félagið gefur út fræðsluefni og heldur námskeið og fyrirlestra fyrir aðstandendur einhverfra barna.
Opinberar stofnanir
Greiningar- og ráðgjafarstöð
Þessi ríkisstofnun gegnir oftast hlutverki greiningaraðila og er ráðgefandi aðili í þjálfun á leikskóla- og grunnskólastigi
Tryggingastofnun ríkisins
Að greiningu lokinni má sækja um umönnunarbætur frá Tryggingastofnun. Stofnunin framkvæmir umönnunarmat og byggir bæturnar á því mati.
Þroska- og hegðunarstöð
Vinasmiðjan er færniþjálfunarnámskeið fyrir börn á einhverfurófi og Klókir krakkar er meðferðarnámskeið fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra.
Ráðgjöf
Sjónarhóll
Ráðgjafarmiðstöð sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að nýta sér almenna lögbundna þjónustu og komast í samband við önnur úrræði sem gætu gagnast þeim.
Krossgatan
Sálfræðiþjónusta fyrir fólk á einhverfurófi og foreldra barna á einhverfurófi. Einnig er í boði fræðsla um einhverfurófið fyrir aðra.
Míró
Markþjálfun og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem sem takast á við daglegar hindranir sem oft fylgja ADHD og einhverfurófinu.
Ég er unik
Samskiptaráðgjöf og fyrirlestrar fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum á einhverfurófinu.
Sól
Sálfræði- og læknisþjónusta sem býður m.a. einhverfugreiningu með viðurkenndum matstækjum.
Einhverfuráðgjöfin ÁS
Fræðsla og ráðgjöf vegna einstaklinga með einhverfu, með áherslu á notkun myndræna samskiptatólsins CAT.
Námskeið og þjálfun
Æfingastöðin
Æfingastöðin, sem er rekin af styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, veitir börnum og ungmennum iðjuþjálfun og/eða sjúkraþjálfun.
Systkinasmiðjan
Veitir systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
Specialisterne á Íslandi
Veitir markvissa þjálfun til að stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi.
PEERS
Námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi, ásamt foreldrum þeirra eða félagsþjálfum.
KVAN
Ýmis uppbyggjandi námskeið fyrir ungt fólk. Vináttuþjálfun, leiðir til að takast á við krefjandi félagslegu aðstæður, bæta samskipti og byggja upp leiðtogahæfni.
Hugarfrelsi
Námskeið Hugarfrelsis kenna börnum, unglingum og fullorðnum einfaldar aðferðir að efla sjálfsmynd sína og verða besta útgáfan af sjálfum sér.