Við stuðlum að velgengni barna á einhverfurófi

Hvað er Einstakur apríl?

Stofnað 2013

Félagið var stofnað árið 2013 af Ragnhildi Ágústsdóttur, Rannveigu Tryggvadóttur og Þórhildi Birgisdóttur, þá undir nafninu Blár apríl. Ragnhildur var formaður félagsins fyrstu 6 árin. Markmið félagsins hefur alla tíð verið að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu.

Starfsemi árið um kring

Félagið safnar fé allt árið sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Félagið gefur út fræðsluefni, heldur námskeið og fyrirlestra fyrir aðstandendur einhverfra barna til að auka skilning og þekkingu á þeim hindrunum sem einhverf börn kljást við í daglegu lífi. Auk þess að standa að öflugu fræðslustarfi hefur félagið einnig staðið fyrir ýmsum viðburðum sérstaklega sniðnum að þörfum einhverfra barna til að gera þeim kleift að taka þátt í skemmtiviðburðum án þess að þar sé til staðar áreiti sem getur reynst óþarfa álag á einhverfa einstaklinga.

Áberandi í apríl

Félagið notar aprílmánuð til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi. Aprílmánuður er tileinknaður einhverfu um allan heim og 2. apríl er dagur einhverfunnar.

Stjórn félagsins

Félaginu er stýrt og rekið af foreldrum einhverfra barna í sjálfboðaliðavinnu. Núverandi stjórn skipa Arthúr Ólafsson formaður félagsins, Þorbjörg Sæmundsdóttir gjaldkeri, Hekla Guðmundsdóttir, Ástríður Magnúsdóttir og Sunna Dögg Ásgeirsdóttir.

 
 

Fyrirlestrar og námskeið

Við stöndum fyrir fyrirlestrum og námskeiðum, ýmist á netinu eða í raunheimum, þar sem foreldrar, aðstandendur og fagaðilar læra að styðja betur við börnin.

 

Fræðslumyndir fyrir börn

Við höfum gefið út teiknimyndir sem kynna einhverfu fyrir börnum á einfaldan, skýran og vingjarnlegan hátt.

 

Viðburðir í apríl

Við notum aprílmánuð til að vekja athygli á málefninu með ýmsum viðburðum og fræðslu.

 

Frjáls framlög

Starfsemin byggir alfarið á frjálsum framlögum. Margt smátt gerir eitt stórt!