Blár apríl verður Einstakur apríl
Þennan vetur verða miklar breytingar á félaginu. Við leggjum bláa litinn á hilluna og tökum upp nafnið Einstakur apríl. Nýja merkið er í öllum regnbogans litum og undirstrikar áherslu okkar á fjölbreytileika einhverfunnar.
Tilgangurinn er ennþá að stuðla að velgengni barna á einhverfurófi, fyrst og fremst með fræðslu fyrir foreldra og fullorðna sem starfa með börnum. En nú taka við nýjar áherslur í útgefnu efni og skilaboðum til almennings. Einhverfir sjálfir eiga alltaf að hafa sæti við borðið og við útbúum fræðsluefni sem byggir á raunverulegri reynslu þeirra sem eitt sinn voru börn á einhverfurófi.
Viltu vera með okkur í þessari vegferð?

Hvað gerir félagið?
Við stuðlum að velgengni barna á einhverfurófi
Mætum börnunum þar sem þau eru stödd og styðjum þau í að taka næsta skref
Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita af fyrirlestrum, fjáröflunum og öðrum viðburðum á vegum félagsins.
Einhverfa á sér ýmsar birtingarmyndir og getur haft áhrif á færni til náms og samskipta
Ef þú þekkir eina manneskju með einhverfu, þá þekkirðu einmitt eina manneskju með einhverfu. Einkennin eru alls konar.
Fyrirlestrar á netinu
Við stöndum fyrir reglulegum fjarfyrirlestrum fyrir foreldra, aðstandendur og fagfólk. Við leysum sóttvarnamálin á einfaldan hátt - allir viðburðir fara fram í gegn um netið. Fyrirlesarinn er í mynd en gestir geta tekið þátt skriflega.
Aprílmánuður
Við gerum alls konar í apríl til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi. Dagur einhverfunnar er 2. apríl ár hvert.
Myndbönd